Norden och Europa 1700-1830. Synvinklar på ömsesidigt kulturellt inflytande

Ritið hefur að geyma greinar sem byggjast á fyrirlestrum sem haldnir voru á norrænni ráðstefnu Félags um átjándu aldar fræði 14.-15. júní 2002. Ráðstefnan var haldin í Odda, Háskóla Íslands. Haldnir voru 13 fyrirlestrar, þar af 8 af Íslendingum en 5 frá öðrum Norðurlöndum.

Hér eru birtar 11 greinar, sjö á ensku, tvær á dönsku (með útdráttum á ensku) og tvær á sænsku (með útdráttum á frönsku). Þetta var fyrsta norræna ráðstefnan sem félagið efndi til en það hefur nú starfað í tíu ár. Greinarnar fjalla um hin ólíkustu svið átjándu aldar fræða þar sem Upplýsingin er vissulega áberandi þáttur. Áhrif hennar hafa verið rannsökuð hér á landi af miklum krafti undanfarinn áratug  og hefur árangur þess birst á ráðstefnum félagsins með ýmsum hætti.
Ritið er fyrsta prentaða ritið sem Félag um átjándu aldar fræði gefur út. Með því eru margvísleg áhrif Upplýsingarinnar á Íslandi kynnt fyrir öðrum þjóðum og lesendur geta fræðst hér um ýmsa þætti í andlegu lífi átjándu aldar manna á Norðurlöndum.
Ritstjóri er Svavar Sigmundsson.