Íris Ellenberger: Íslandskvikmyndir 1916-1966 – Ímyndir, sjálfsmynd og vald

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands hefur sent frá sér bókin Íslandskvikmyndir 1916-1966. Ímyndir, sjálfsmynd og vald eftir Írisi Ellenberger sagnfræðing. Íris rekur þar sögu 60 heimildarmynda um Ísland í ljósi sjónrænnar menningar, pólitísks andrúmslofts, viðskiptahagsmuna, strauma í kvikmyndagerð og kenninga um það vald sem talið er innbyggt í miðilinn.

Íslandsmyndir frá árunum 1916-1966 vörpuðu fram ákveðnum ímyndum af landi og þjóð sem grundvölluðust á sjálfsmynd Íslendinga en þó aðallega á fyrirframgefnum hugmyndum erlendra manna og kvenna um Ísland og íbúa þess. Þessar ímyndir eiga rætur að rekja aftur í aldir en Íslandsmyndirnar áttu þátt í að skapa og þróa þá þætti sem enn þann dag í dag er beint að erlendum neytendum og hafa jafnvel ratað í sjálfsmynd Íslendinga.
Íris Ellenberger lauk M.A.-prófi frá Háskóla Íslands haustið 2006 og stundar nú doktorsnámi í sagnfræði við sama skóla.
Íslandskvikmyndir 1916-1966. Ímyndir, sjálfsmynd og vald er önnur bókin í Meistaraprófsritröð Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Dreifingu annast Háskólaútgáfan.