Friedrich Schleiermacher: Um trúarbrögðin – Ræður handa menntamönnum sem fyrirlíta þau

Nýtt rit í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins er komið út. Í Um trúarbrögðin rís Schleiermacher gegn skynsemishyggju og kaldri rökhyggju upplýsingarinnar og skilgreinir trúarbrögðin í tengslum við upplifun mannsins, það sem snertir hjarta hans eða innsta veruleika.

Schleiermacher (1768–1834) var þýskur guðfræðingur og heimspekingur og hefur stundum verið kallaður faðir nútíma mótmælendaguðfræði.
Hér birtist mikilvægi þess fyrir samfélagið allt að trúarbrögðin, rétt eins og heimspeki og hugmyndafræði almennt, verði viðfangsefni lifandi og opinnar rökræðu.
Jón Árni Jónsson þýddi.
Inngangur eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson.