Frá kreppu til þjóðsáttar – Saga Vinnuveitendasambands Íslands 1934-1999

Út er komin bókin Frá kreppu til þjóðarsáttar – Saga Vinnuveitendasambands Íslands 1934 til 1999, skráð af Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi.

 Guðmundur fjallar fyrstur sagnfræðinga um það hvernig kjarabaráttan hér á landi horfði við atvinnurekendum. Byggir höfundur verkið einkum á ítarlegri könnun frumheimilda um hugmyndir og starfshætti vinnuveitenda allt frá því á kreppuárunum. Hafa þessi gögn ekki áður verið aðgengileg fræðimönnum. Er fjallað um efnið í samhengi við sögu íslenskra efnahagsmála og stjórnmála á tuttugustu öld. Skyggnst er um að tjaldabaki og ljósi varpað á afskipti stjórnvalda af vinnudeilum og samskipti forystumanna vinnuveitenda og verkalýðs-hreyfingar og ríkisstjórna í áranna rás. Megintilgangur verksins er að grafast fyrir um hver hafi orðið árangur af starfi Vinnuveitendasambandsins og hver áhrif þess voru á þjóðfélagsþróun hér á landi.