Af fornum lögum og sögum. Fjórar ritgerðir um forníslenska sögu


Af fornum lögum og sögum sem er safn ritgerða um íslenska miðaldasögu og hafa þær ekki birst áður á prenti. Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um elstu íslensku lögin, Grágás og Járnsíðu. Einkum er hugað að varðveislu Kristinréttar Grágásar, sem upphaflega er frá árunum 1122-1133. Þar ægir saman eldri og yngri innskotum sem reynt er að greina og tímasetja. Hið stóra lagahandrit Staðarhólsbók frá ofanverðri 13. öld, sem inniheldur bæði Grágás og Járnsíðu, er einnig skoðað sérstaklega. Í síðari hluta bókarinnar er fjallað um forna sagnaritun. Rannsóknin sýnir að íslenska sagnaritunin um kristnun Dana og fall Danavirkis virðist hafa þróast frá helgisögum um Ólaf konung Tryggvason seint á 12. öld til pólitískra háðs- og ádeiluskrifa í Jómsvíkinga sögu. Loks er texti Grænlendinga þáttar greindur, tímatal hans, laganotkun og mælskufræðilegur stíll.
Sveinbjörn Rafnsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Eftir hann liggja fjölmörg rit og má þar nefna Ólafs sögur Tryggvasonar (2005) og Sögugerð Landnámabókar (2001).
Ritstjóri er Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.
Ritsafn Sagnfræðistofnunar 42.