Aþanasíus frá Alexandríu: Um holdgun Orðsins

Nýtt rit í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins er komið út. Um holdgun Orðsins er sígilt rit á sviði kristinna fræða sem hér birtist í vandaðri þýðingu Kristins Ólasonar, rektors í Skálholti, ásamt fróðlegum inngangi Einars Sigurbjörnssonar prófessors.

Aþanasíus frá Alexandríu, einn kirkjufeðranna, var einn áhrifamesti hugsuður frumkristninnar. Hugmyndir hans um eðli heilagrar þrenningar höfðu mótandi áhrif á helstu kennisetningar kirkjunnar og má t.d. sjá merki þeirra í trúarjátningu kristinna manna nútímans.
Kristinn Ólason Skálholtsrektor þýddi. Inngangur er eftir Einar Sigurbjörnsson.