Veiting doktorsnafnbótar í heiðursskyni

Sunnudaginn 29. nóvember 2009 veitir Sagnfræði- og heimspekideild á
Hugvísindasviði Háskóla Íslands Ólafíu Einarsdóttur, dósent emeritus við
Háskólann í Kaupmannahöfn, doktorsnafnbót í heiðursskyni.
Athöfnin verður í Hátíðarsal Háskóla Íslands, í Aðalbyggingu, og hefst kl.
13:30.

Dagskrá:
Eggert Þór Bernharðsson, forseti Sagnfræði- og heimspekideildar: Ávarp.
Steinunn J. Kristjánsdóttir, dósent: Fornleifafræðingurinn Ólafía
Einarsdóttir.
Sveinbjörn Rafnsson, prófessor: Tíminn og forn íslensk sagnaritun.
Gunnar Karlsson, prófessor emeritus: Viðbrögð Íslendinga við Studier i
kronologisk metode.
Helgi Þorláksson, prófessor: Ólafía Einarsdóttir og norsk miðaldasagnfræði.
Veiting doktorsnafnbótar í heiðursskyni.
Ólafía Einarsdóttir, dósent emeritus: Ávarp.
Athöfninni stjórnar Eggert Þór Bernharðsson, forseti Sagnfræði- og
heimspekideildar.