Útrás Íslendinga á sautjándu og átjándu öld, 12. apríl

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrirlestrasal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 12. apríl nk. Málþingið hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 16:30.

Flutt verða fimm erindi sem hér segir:
Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur: Námsferðir íslenskra Hafnarstúdenta um Evrópu á 17. öld
Einar Hreinsson, sagnfræðingur: Íslendingar og stjórnsýsla einveldisins á 18. öld
Hrafn Sveinbjarnarson, sagnfræðingur: Jón Eiríksson og hugmyndir um atgervisbrottnám, þjóðflutninga og útflutning
KAFFIHLÉ
Garðar Gíslason, hæstaréttardómari: Grímur Thorkelín og ferð hans til Bretlandseyja 1786–1791
Sigurður Pétursson, lektor í grísku og latínu: Thorlacius-feðgar í dönsku samfélagi
Fundarstjóri: Þóra Kristjánsdóttir, formaður félagsins.
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi. Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan  fyrirlestrasalinn á 2. hæð. Ágrip erinda liggja frammi á málþinginu. Þau verða síðar aðgengileg á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18.oldin