Tónlistarlíf í Sovétríkjunum

Í dag fimmtudaginn 2. október kl. 13:20 mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur flytja fyrirlestur um tónlistarlíf í Sovétríkjunum og sérstaklega nýsköpun tónskálda á borð við Dmítríj Sjostakovitsj og Sergei Prokofieff.
Kommúnistaflokkurinn lagði skýrar línur hvað varðar músíkalska fagurfræði og ítrekaði þær oft á sérstökum tónlistarþingum þar sem sett var ofaní við þau tónskáld sem höfðu villst af vegi. Sjostakovitsj fór oft sínar eigin leiðir og hlaut skammir fyrir. Athyglisvert er að skoða hvernig tónlist hans er á skjön við opinbera stefnu og hafa verk hans oft verið túlkuð sem e.k. músíkalskt andóf. Þó hafa sprottið miklar deilur um þetta atriði hin seinni ár og sýnist sitt hverjum.
Erindið verður haldið í stofu 422 í Árnagarði, Háskóla Íslands.

Í dag fimmtudaginn 2. október kl. 13:20 mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur flytja fyrirlestur um tónlistarlíf í Sovétríkjunum og sérstaklega nýsköpun tónskálda á borð við Dmítríj Sjostakovitsj og Sergei Prokofieff.
Kommúnistaflokkurinn lagði skýrar línur hvað varðar músíkalska fagurfræði og ítrekaði þær oft á sérstökum tónlistarþingum þar sem sett var ofaní við þau tónskáld sem höfðu villst af vegi. Sjostakovitsj fór oft sínar eigin leiðir og hlaut skammir fyrir. Athyglisvert er að skoða hvernig tónlist hans er á skjön við opinbera stefnu og hafa verk hans oft verið túlkuð sem e.k. músíkalskt andóf.  Þó hafa sprottið miklar deilur um þetta atriði hin seinni ár og sýnist sitt hverjum.
Erindið verður haldið í stofu 422 í Árnagarði, Háskóla Íslands.