Sögugöngur í Reykjavík á Aðventu, 15.-16. des.

Námsbraut í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og Ljósmyndasafn Reykjavíkur bjóða upp á sögugöngur í Reykjavík á aðventunni. Helgina 15.-16. desember verður gengið um Smáíbúðahverfið og Rauðarárholt. Göngurnar hefjast kl. 11:00 og standa í um það bil klukkustund. Í sögugöngunum verða sýndar gamlar myndir úr hverfunum.

Námsbraut í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og Ljósmyndasafn Reykjavíkur bjóða upp á sögugöngur í Reykjavík á aðventunni. Helgina 15.-16. desember verður gengið um Smáíbúðahverfið og Rauðarárholt. Göngurnar hefjast kl. 11:00 og standa í um það bil klukkustund. Í sögugöngunum verða sýndar gamlar myndir úr hverfunum.
Sögugangan um Smáíbúðahverfið er laugardaginn 15. desember og nefnist „Smáíbúðahverfið – sjálfsbjargarstefna í húsnæðismálum“. Gangan hefst kl. 11:00 við hús nr. 69 við Sogaveg (miðja vegu á milli Grensásvegar og Réttarholtsvegar). Leiðsögumenn eru þau Magnús Aspelund MA-nemi í hagnýtri menningarmiðlun og Sara Valdimarsdóttir M.Ed.-nemi í uppeldis- og menntunarfræði. Í göngunni verða sýndar gamlar myndir úr hverfinu og m.a. sagt frá sveitabúskap á svæðinu sem víkur smám saman fyrir íbúðahverfi sem var eins og sérstætt þorp aðgreint frá sjálfri borginni.
Sögugangan um Rauðarárholt er sunnudaginn 16. desember og nefnist „Úr sveit í borg“. Gangan hefst kl. 11:00 á horni Einholts og Háteigsvegar þar sem gamla Ofnasmiðjan/Rými eru til húsa. Leiðsögumenn eru þær Sigurlaug Þ. Ragnarsdóttir og Helga Hallbergsdóttir MA-nemar í hagnýtri menningarmiðlun. Í göngunni verða sýndar gamlar myndir úr hverfinu. Rölt verður um söguslóðir Sunnuhvols, Háteigs, Englaborgar, Klambra og rifjaðir upp leikir krakkanna í Stórholtinu.
Allir eru velkomnir í sögugöngurnar og þær eru þátttakendum að kostnaðarlausu.