Söguganga á Akureyri á Aðventu, 15. des.

Námsbraut í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á sögugöngu um miðbæinn á Akureyri næstkomandi laugardag, 15. desember. Gangan hefst kl. 11:00 við Hafnarstræti 88. Leiðsögumenn eru þær Margrét Þóra Þórsdóttir og Sif Jóhannesdóttir MA-nemar í hagnýtri menningarmiðlun.

Námsbraut í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á sögugöngu um miðbæinn á Akureyri næstkomandi laugardag, 15. desember. Gangan hefst kl. 11:00 við Hafnarstræti 88. Leiðsögumenn eru þær Margrét Þóra Þórsdóttir og Sif Jóhannesdóttir MA-nemar í hagnýtri menningarmiðlun.
Í göngunni verður fjallað um það hvernig miðbærinn varð smám saman til á fyrstu áratugum liðinnar aldar, greint verður frá húsunum í bænum, bæði þeim sem enn standa sem og þeim sem hafa vikið fyrir nýjum. Þá verða sagðar sögur af fólki sem var á ferli í bænum á fyrri tíð og stiklað á stóru í iðnaðarsögu KEA í Grófargili og nýju hlutverki húsanna þar áður en haldið verður út Bótina og að Ráðhústorgi þar sem gangan endar. Sýndar verða myndir sem dregnar hafa verið fram úr gömlum ljósmyndasöfnum. Allir eru velkomnir í sögugönguna og hún er þátttakendum að kostnaðarlausu.