Skiptir menning máli?

á, stórt er spurt, en „Skiptir menning máli?“ er engu að síður yfirskrift málþings um samstarf og menningarstefnu í uppsveitum Árnessýslu sem Upplit boðar til í tengslum við aðalfund sinn á Hótel Heklu á Skeiðum laugardaginn 29. janúar. Málþingið hefst kl. 14 og stendur til 15.30 og í beinu framhaldi af því hefst aðalfundurinn.
Sérstakur gestur málþingsins verður Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands. Yfirskrift erindis hennar er „Skilar skapandi kraftur fólkinu aftur? Um menningaruppbyggingu síðustu ára á Austurlandi“. Signý segir frá líflegu menningarstarfi á Austurlandi, menningarmiðstöðvum og samstarfi. Hún mun ennfremur miðla af reynslu sinni af mótun menningarstefnu á Austurlandi, en þar var fyrsta menningarráðið stofnað árið 2001. Þá munu menningarnefndir uppsveitanna og Byggðasafn Árnesinga kynna sig og sína starfsemi og ræða hugsanlega fleti á nánara samstarfi í uppsveitunum um sameiginleg hagsmunamál. Málþinginu lýkur á pallborðsumræðum.
Upplitsfélagar, sveitarstjórnarfólk og allir þeir sem láta sig menningarstarfsemi í heimabyggð varða eru hvattir til að mæta á málþingið!

Dagskrá málþings
14.00 Málþingið sett
14.05 Skilar skapandi kraftur fólkinu aftur?
Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, segir frá menningaruppbyggingu síðustu ára á Austurlandi
14.25 Menningarnefndir uppsveitanna og Byggðasafn Árnesinga kynna starfsemi sína
• Sigrún Guðlaugsdóttir, menningar-, æskulýðs-, velferðar- og jafnréttisnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps
• Halldóra Hjörleifsdóttir, ferða- og menningarmálanefnd Hrunamannahrepps
• Ursula Filmer, æskulýðs- og menningarmálanefnd Grímsnes- og Grafningshrepps
• Skúli Sæland, menningarmálanefnd Bláskógabyggðar
• Lýður Pálsson, forstöðumaður Byggðasafns Árnesinga
14.50 Kaffihlé
15.05 Pallborðsumræður
15.25 Samantekt og málþingsslit

AÐALFUNDUR

Að málþinginu loknu kl. 15.30 verður svo aðalfundur Upplits haldinn á sama stað. Dagskrá fundarins er á þessa leið (sbr. 4. grein laga Upplits):

1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
2. Kynning og afgreiðsla aðildarumsókna
3. Afgreiðsla reikninga
4. Lagabreytingar
5. Starfsáætlun fyrir komandi starfsár og fjárhagsáætlun
6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður opnaður nýr vefur Upplits, sem er ætlað að verða ein aðalupplýsingaveita Upplits.
FYLGIST MEÐ Á FACEBOOK!
Upplit er með síðu á Facebook og þeir sem gerast áhangendur þar fá reglulega sendar tilkynningar um viðburði framundan. Ennfremur má nálgast upplýsingar um dagskrána framundan á vef uppsveitanna; www.sveitir.is – og varla þarf að taka fram að ykkur er frjálst að áframsenda póstana um viðburði Upplits til allra þeirra sem þið teljið að gætu haft gagn og gaman af að fylgjast með!