Skáru á skíði: Völuspá 20 og örlaganornirnar

John Lindow flytur erindið Skáru á skíði: Völuspá 20 og örlaganornirnar á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Lindow mun fjalla um 20. erindi í Völuspá og rýna í athæfi örlaganornanna. Hefst klukkan 17:15 fimmtudaginn 3. apríl í stofu 201 í Árnagarði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Völuspá er varðveitt í tveimur gerðum, í skinnhandritunum Konungsbók (63
erindi) og Hauksbók (59 erindi). Í báðum útgáfum eru erindi um
trjádrumbana Ask og Emblu, sem hljóta lífgjöf frá guðunum og örlög frá
Urði, Verðandi og Skuld. Þessi viðburður markar táknrænt upphaf mannkyns.
En hvað fólst í leik nornanna með örlög mannanna?
Í 20. erindi kemur fram að örlaganornirnar „skáru á skíði“. Hvers konar
skurð er um að ræða? Í hvað var skorið og hvar voru skurðirnir staðsettir?
Lindow mun skoða hvað felst í þessu hugtaki og leita svara við þessum
spurningum og fleiri svipuðum til að veita okkur innsýn í örlagatrú fyrri
alda.
Lindow er prófessor við Skandinavíudeildina í Berkley háskóla.
Rannsóknarsvið hans felur meðal annars í sér íslenskar og norrænar
fornbókmenntir, sérstaklega goðsagnir og ljóð. Hann hefur sem dæmi skrifað
bækurnar Norse Mythology: A Guide to the Gods, Heroes, Rituals and Beliefs
og Old Norse-Icelandic Literature: A Critical Guide.
Félag þjóðfræðinga á Íslandi: http://www.akademia.is/thjodfraedingar