Rannsóknir á fornmálmfræði víkingaaldar

Þriðjudaginn 12. október mun Ny Björn Gustafsson frá háskólanum í
Stokkhólmi flytja erindi um fornmálmfræði í Þjóðminjasafni Íslands.
Fyrirlesturinn er haldinn á ensku og hefst kl 16:00 í fyrirlestrasal
safnsins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Ny Björn Gustafsson hefur rannsakað jarðfundna skartgripi og leifar af
fornum smiðjum, aðallega á Gotlandi, og reynt að komast að því hvað var
smíðað þar, hvar málmurinn var unninn og hvað var unnið úr honum. Fjöldi
slíkra smiðja frá víkingaöld hefur fundist á Gotlandi og víðar í
Skandinavíu síðustu 30 árin og fjölmargir málmgripir bíða rannsókna í
söfnum víða um Norðurlönd. Þeir fundust á tímum þegar þekking á þessu
sviði var lítil eða engin, en með nútímatækni er hægt varpa ljósi á
uppruna þeirra og gerð.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig finna megi þessa
framleiðslustaði, hvernig túlka megi gripina með hjálp nýrra
flokkunaraðferða og að lokum hvernig rannsaka megi magn málma í beinum og
finna þannig hverjir unnu málminn.