Ráðstefna RIKK um íslenskar kvenna- og kynjarannsóknir 9. og 10. nóvember

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) stendur fyrir ráðstefnu um íslenskar kvenna- og kynjarannsóknir dagana 9. og 10. nóvember í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Meðal gesta ráðstefnunnar eru Drude Dahlerup prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Drude Dahlerup flytur fyrirlestur um stöðu hins norræna jafnréttislíkans en umfjöllunarefni Ingibjargar Sólrúnar er vegur og vandi jafnréttisaðgerða og -orðræðu í alþjóðasamskiptum. Þá munu 70 fræðimenn halda fyrirlestra í sextán málstofum um rannsóknir sem snerta fræðasviðið. Sagnfræðin kemur m.a. sterkt inn í málstofu númer XIII: Jafnrétti, andóf og lýðræði.

Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum  (RIKK) stendur fyrir ráðstefnu um íslenskar kvenna- og kynjarannsóknir dagana 9. og 10. nóvember í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Meðal gesta ráðstefnunnar eru Drude Dahlerup prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. Drude Dahlerup flytur fyrirlestur um stöðu hins norræna jafnréttislíkans en umfjöllunarefni Ingibjargar Sólrúnar er vegur og vandi jafnréttisaðgerða og -orðræðu í alþjóðasamskiptum. Þá munu 70 fræðimenn halda fyrirlestra í sextán málstofum um rannsóknir sem snerta fræðasviðið. 
Sagnfræðin kemur m.a. sterkt inn í málstofu númer XIII:  Jafnrétti, andóf og lýðræði.
• Svanur Kristjánsson – Leið Íslands til lýðræðis: Frá kvenfrelsi og frjálslyndi til feðraveldis
• Erla Hulda Halldórsdóttir – Kvennaskólar 19. aldar: Rými andófs og samsemdar.
• Kristín Ástgeirsdóttir – “Þrjár konur á þingi. Velkomnar eða óvelkomnar?”
• Salvör Nordal – Einkalífið opinberað
• Marion Lerner – Pétur frændi og systur hans. Íslensk ferðafélög á fyrra hluta 20. aldar og þátttaka kvenna í þeim.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá má nálgast á heimasíðu RIKK, www.rikk.hi.is
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.