Pálsstefna – Borgarnesi 20. júní 2009

Málþing um helstu hugðarefni Páls Jónssonar frá Örnólfsdal, sem starfaði í Borgarbókasafninu um áratuga skeið. Þingið er haldið í tilefni af 100 ára afmæli Páls, en hann ánafnaði Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi einstakt bókasafn sitt eftir sinn dag. Auk þess að vera fagurkeri á bækur og góður bókbindari var Páll ágætur ljósmyndari og mikill unnandi íslenskrar náttúru.
Þingið verður með alþýðlegri nálgun og kaffihúsasniði og stendur yfir frá kl. 13.00 –16.00 laugardaginn 20. júní í sal Menntaskóla Borgarfjarðar. Að þingi loknu býður Ferðafélag Íslands upp á gönguferð í minningu Páls.
Í tilefni dagsins verður Pálssafn í Safnahúsi opið almenningi um morguninn á milli kl. 11.00 og 12.00. Þingið sjálft verður hins vegar í sal Menntaskóla Borgarfjarðar og þar verða nokkrar fágætar bækur úr Pálssafni hafðar til sýnis á meðan á því stendur.
Allir velkomnir!

Dagskrá
Inngangsorð – Guðrún Jónsdóttir (Safnahús Borgarfjarðar).
Ólafur Pálmason: Pálssafn
Jökull Sævarsson: (Landsbókasafn Íslands): Leirárgarða- og Beitistaðaprent
Kammerkór Vesturlands syngur íslensk sönglög.
Léttar veitingar í hléi – úrval úr Pálssafni til sýnis á staðnum.
Þórunn Þórðardóttir (Ferðafélag Íslands): Ritstjóri árbókar og starf fyrir Ferðafélagið
Unnar Ingvarsson (Héraðsskjalasafn Skagfirðinga): Ljósmyndarinn Páll Jónsson
Kristín Bragadóttir: Úr dagbókum Páls
 
Málþingsslit verða kl. 16.00 og kl. 16.15 verður farið í gönguferð í Örnólfsdal, á
æsku- og uppeldisslóðir Páls. Gönguferð og rúta er í boði Ferðafélags Íslands sem
þannig heiðrar minningu Páls Jónssonar. Þórunn Þórðardóttir verður leiðsögumaður ásamt
góðu ferðafélagsfólki. Komið til baka í Borgarnes um kl. 19.00.
Um undirbúning og umsjón sjá Safnahús Borgarfjarðar og Landbókasafn Íslands í samvinnu við Ferðafélag Íslands og
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.