Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur flytur erindið "Innflytjendur á Íslandi á síðari hluta 20. aldar og í upphafi 21. aldar" í málstofu í hagsögu á morgun, miðvikudaginn 23. apríl

Um efni erindisins segir Ólöf:
Undanfarna áratugi hefur innflytjendum hér á landi fjölgað hröðum skrefum og
nú er svo komið að um 6% landsmanna eru með erlent ríkisfang. Þessi þróun
hefur í för með sér margháttaðar breytingar á íslensku samfélagi. Mikil þörf er á ítarlegum upplýsingum um innflytjendur, m.a. við áætlanagerð hjá
sveitarfélögum og ríkisvaldi.
Málstofan er í stofu 101 í Árnagarði og hefst kl. 16.

Hagstofa Íslands hefur á undanförnum misserum unnið að gerð gagnagrunns um
innflytjendur sem nýtast mun stjórnvöldum og fræðimönnum. Til þessa hafa
upplýsingar um innflytjendur verið fremur brotakenndar og einskorðast
tölfræðilegar upplýsingar um erlenda ríkisborgara. Þær upplýsingar segja þó
ekki nema hálfa söguna þar sem hópur erlendra ríkisborgara fær með tíð og
tíma íslenskt ríkisfang.  Með gagnagrunni Hagstofunnar verður unnt að afla
ítarlegra upplýsinga um þennan hóp og jafnframt er lagður grunnur að
gagnasafni um innflytjendur sem stenst samanburð við önnur Norðurlönd.
Í erindinu verður umræddur gagnagrunnur kynntur. Sérstök áhersla verður lögð
að varpa ljósi á stöðu barna með því að skoða hópa fyrstu og annarar
kynslóðar innflytjenda.
             Allir velkomnir!