Norrænir landnámsmenn í Liverpool um árið 900, saga þeirra og erfðarannsóknir

Þekktur enskur erfðafræðingur, Stephen Harding, sem einnig er höfundur nokkurra bóka um víkingatímann í Norðvestur England, mun flytja fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands um ofangreint efni í sal N132 í Öskju, náttúrufræðihúsi háskólans hinn 23. apríl kl 16.00.
Fyrirlesturinn mun fjalla um landnám Norðmanna á þessu svæði, bæði út frá norrænum, keltneskum og engilsaxneskum gögnum, en einnig um óvæntar nýjar rannsóknarniðurstöður um norræna arfleifð í genum Liverpoolbúa, en nýlokið er stóru rannsóknarverkefni á þessu sviði sem unnið var undir umsjón fyrirlesarans, Stephens Harding.
Stephen Harding mun m.a. færa rök fyrir því að bardaginn á Vínheiði sem sagt er frá í Egilssögu (er Þórólfur féll) muni hafa átt sér stað við Bromborough, gegnt Liverpool, þ.e., handan Merseyósa, en í engilsaxneskum annálum er orustan sögð árið 937 við Brunanburh (nú Bromborough) og var þetta talin mannskæðasta orusta á Englandi sem sögur fóru af.
Stephen Harding er prófessor við University of Nottingham, School of Biosciences. Hann lauk BA og MA námi við University of Oxford og doktorsgráðu við University of Leicester.

Heiti sagnfræðibóka eftir Stephen Harding:
•        Viking Mersey: Scandinavian Wirral, West Lancashire and Chester. Útg. Countyvise Ltd. 2002
•        Ingimund’s Saga: Norwegian Wirral. Útg. Blackwell
•        Wirral and its Viking Heritage (með Paul Cavill og Judith Jesch). Útg. English Place-Name Society, School of English Studies, University of Nottingham.
•        The Battle of Brunanburh (með Paul Cavill og Jayne Carroll). Útg. Cambridge University Press (væntanleg 2009).
Vefsíður er tengjast Stephen Harding og norrænu landnámi í nágrenni Liverpool:
http://www.nottingham.ac.uk/-sczsteve/
http://www.wirral-mbc.gov.uk/vikings/
http://www.aftenposten.no/english/local/article2123176.ece
Heiti fyrirlestrarins á ensku er: FISHING FOR ICELANDIC GENES IN OLD LIVERPOOL  The Saga of Norwegian Settlers in Merseyside around 900 AD