Norræni skjaladagurinn

Norræni skjaladagurinn er á laugardaginn kemur 13. nóvember 2010.
Af þessu tilefni verður opið hús í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, frá kl 11
til kl 15, Félag héraðsskjalavarða á Íslandi gengst fyrir opnu húsi í
Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, frá kl 13 til kl 17:00 og
víða um land munu héraðsskjalasöfn opna hús sín og sýna skjöl og myndir eða hafa
slík gögn aðgengileg í sýningarkössum. Allir eru velkomnir.

Þema dagsins er
“Veður og loftslag” og er sameiginlegt með öllum Norðurlöndunum. Slagorð dagsins er
“Óveður í aðsigi?”.
Að venju hefur verið gerður sérstakur vefur um þema skjaladagsins,
www.skjaladagur.is, og þar hafa Þjóðskjalasafn og héraðsskjalasöfnin sett fram
margvíslegt efni til skemmtunar og fróðleiks.