Nokkur brot úr sögu samskipta Íslands við erlend ríki – Opið málþing á Skagaströnd 24. apríl

Laugardaginn 24. apríl 2010 kl. 10:00- 16:00 býður Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra öllum áhugamönnum um sögu og samfélagsmál til síns fyrsta málþings, “Nokkur brot úr sögu samskipta Íslands við erlend ríki. Til upprifjunar fyrir pólitíska umræðu”. Fer málþingið fram í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd.
Málþingið er haldið í tengslum við formlega stofnun Fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra föstudaginn 23. apríl. Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu Valtýs Guðmundssonar á Skagaströnd eru Sveitarfélagið Skagaströnd og bókaútgáfan Urður þátttakendur í málþinginu.

Dagskrá málþingsins:
10:00-10:05
Oddný Eir Ævarsdóttir fundarstjóri setur málþingið
 
10:00-10:20
Lára Magnúsardóttir
Kirkjan og önnur óvænt erlend ríki sem Ísland hefur tengst
 
10:20-10:40
Helgi Þorláksson
Samskipti Íslendinga og Norðmanna á miðöldum og hugmyndir um inngöngu í ES
 
10:40-11:00
Anna Agnarsdóttir
Ásælni í Ísland á 18. öld: Ráðabrugg í Versölum og London
 
11:00 -11:20
Jón Þ. Þór
Íslandspólitík Dana um aldamótin 1900
 
11:20-11:40
Ragnheiður Kristjánsdóttir
Kommúnismi á íslensku
 
11:40-12:00
Unnur Birna Karlsdóttir
Ísland á 20. og 21. öld og alþjóðlegt samstarf um umhverfisvernd
12:00- 13:00
Hlé
Súpa í Bjarmanesi
 
13:00-14:00
Ármann Jakobsson stýrir almennum umræðum
Hvaða ljósi varpar sagan á  úrlausnarefni samtímans?
Hagnýtar upplýsingar um málþing þetta og fleira má nálgast hér.
Nánari upplýsingar veitir Lára Magnúsardóttir forstöðumaður Fræðaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra, sími  861 72 31. Skráning fer fram hér.