Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar 11. ágúst

Mánudaginn 11. ágúst kl. 10:30 flytur Ida Blom, prófessor emerita við Háskólann í Björgvin í Noregi, árlegan Minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar á vegum Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands. Fyrirlestur Idu Blom er jafnframt opnurnarfyrirlestur 9. ráðstefnu norrænna kvennasögu og kynjasögufræðinga, sem stendur yfir dagana 11.-13. ágúst nk.
Fyrirlestur Idu Blom nefnist: Finding a new past – from national women’s history to transnational gender history
Fyrirlestur Idu er öllum opinn og eru sagnfræðingar sem og aðrir áhugasamir um kvenna- og kynjasögu hvattir til að mæta.

Ida Blom er meðal þekktustu sagnfræðinga Norðurlanda og hefur skrifað fjölda greina og bóka, bæði um norska sögu en einnig í alþjóðlegu samhengi. Blom var nýlega kjörin heiðusfélagi í samtökum bandarískra sagnfræðinga, sjá t.d. viðtal Alice Kessler-Harris við Idu Blom: http://www.historians.org/Perspectives/issues/2006/0612/0612int1.cfm
Þeir sem enn eiga eftir að skrá sig á ráðstefnuna sjálfa geta skoðað dagskrá hennar á www.qhist08.is og skráð sig og greitt ráðstefnugjald, eða hjá  Gestamóttökunni, sem mun hafa aðstöðu í stofu 225 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands meðan á ráðstefnu stendur. Afhending ráðstefnugagna og skráning hefst í Aðalbyggingu kl. 8:30 mánudaginn 11. ágúst.