Menntaspor – dagskrá til heiðurs Lofti Guttormssyni sjötugum

Fyrir skömmu varð dr. Loftur Guttormsson, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, sjö­tugur. Hann nýtur þeirrar sérstöðu að vera sá kennari sem fylgt hefur skólanum frá því fyrir stofnun hans árið 1971 og lætur nú af störfum eftir heilladrjúgt starf í fjóra áratugi.
Í tilefni af þessum tímamótum býður Kennaraháskólinn til dagskrár 2. maí næst­komandi í Skriðu, fyrir­lestrasal skólans í Hamri við Háteigsveg. Byggist hún m.a. á efni afmælisrits sem Sögufélagið gefur út Lofti til heiðurs

Menntaspor – dagskrá til heiðurs Lofti Guttormssyni sjötugum
 
14.00      Ávarp – Ólafur Proppé rektor
14.10      Félagi Loftur – Dóra S. Bjarnason prófessor
14.40      Kynslóðin sem komst út úr kalda stríðinu – Gestur Guðmundsson prófessor
15.10      Menntun kvenna og lækkun ungbarnadauða á Íslandi – Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur
15.40      Farskóli í hálfa öld – nokkrar svipmyndir – Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur
 
Stjórnandi dagskrár: Helgi Skúli Kjartansson prófessor