„Mannlíf í Biskupstungum“, ljósmyndasýning í Skállholtsskóla

Næstkomandi föstudag, 14. desember, kl. 14:00, verður opnuð ljósmyndasýning í Skálholtsskóla. Sýningin ber yfirskriftina „Mannlíf í Biskupstungum“ og geymir yfir eitthundrað myndir úr sveitinni frá tímabilinu 1910-1980. Skúli Sæland sagnfræðingur og starfsmaður Héraðsskjalasafns Árnesinga hefur haft veg og vanda af verkefninu. Sýndar verða myndir úr einkaeigu svo og myndir sem til eru á safninu. Reynt var eftir föngum að gefa góða mynd af mannlífinu í sveitinni á umræddu tímabili. Unnin var ítarleg sýningarskrá með sýningunni með upplýsingum um myndirnar og örsögur sem tengjast myndefni þeirra.

Næstkomandi föstudag, 14. desember, kl. 14:00, verður opnuð ljósmyndasýning í Skálholtsskóla. Sýningin ber yfirskriftina „Mannlíf í Biskupstungum“ og geymir yfir eitthundrað myndir úr sveitinni frá tímabilinu 1910-1980. Skúli Sæland sagnfræðingur og starfsmaður Héraðsskjalasafns Árnesinga hefur haft veg og vanda af verkefninu. Sýndar verða myndir úr einkaeigu svo og myndir sem til eru á safninu. Reynt var eftir föngum að gefa góða mynd af mannlífinu í sveitinni á umræddu tímabili. Unnin var ítarleg sýningarskrá með sýningunni með upplýsingum um myndirnar og örsögur sem tengjast myndefni þeirra.
Eldri borgurum í Uppsveitum Árnessýslu er boðið til dagskrár í Skálholti sem hefst kl. 14:00 með erindum sem Arnór Karlsson og Skúli Sæland flytja í tilefni af opnun sýningarinnar. Sýningin mun standa í skólanum fram að páskum. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir að koma á sýninguna. Aðgangur er ókeypis en hægt er að kaupa bækling sem fylgir sýningunni og kaffiveitingar.