Málstofa í hagsögu, vormisseri 2008

Málstofa í hagsögu á vegum kennara í sagnfræði og hagfræði við Háskóla Íslands verður haldin að jafnaði annan hvern miðvikudag á vormisseri 2008. Umsjón með málstofunni hafa Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði og Sveinn Agnarsson, aðjúnkt í hagfræði. Málstofan er í stofu 101 í Árnagarði, kl. 16.00-17.30.
Fyrst á dagskrá málstofunnar er erindi Árna Daníels Júlíussonar sem nefnist Bænarskrár leiguliða til Alþingis 1845-1874 og afdrif þeirra. Málstofan verður miðvd. 23. janúar í stofu 101 í Árnagarði og hefst kl. 16.00.

Dagskrá málstofu í hagsögu á vormisseri 2008:
23. janúar:     ÁRNI DANÍEL JÚLÍUSSON: Bænarskrár leiguliða til Alþingis
                        1845-1874 og afdrif þeirra
6. febrúar:       GYLFI MAGNÚSSON: Upphaf íslensks hlutabréfamarkaðar
20. febrúar:     SIGURÐUR JÓHANNESSON: Staða ríkisbankanna upp úr 1990
5. mars:           GUNNAR HARALDSSON: Fátækt og ríkidæmi  Íslendinga í ljósi
                          þjóðarauðs
26. mars:         SVERRIR JAKOBSSON: Efnahagslegar undirstöður valds í Breiðafirði á
                          14. öld
9. apríl:            HREFNA RÓBERTSDÓTTIR: Hagræn hugsun og viðreisnarhugmyndir 18.
                          aldar
23. apríl:         ÓLÖF GARÐARSDÓTTIR: Innflytjendur á Íslandi á síðari hluta 20.
                        aldar og í upphafi 21. aldar