Málstofa: Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007

Í tilefni útgáfu ritsins Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007 efnir Rannsóknarstofa í bernsku- og æskulýðsfræðum stendur til málstofu um almenningsfræðslu á 19. og 20. öld
Málstofan verður haldin 13. mars 2009 kl. 14:00 í Bratta á Menntavísindasviði H. Í.

Dagskrá
 
14:00 –  14:10 Jón Torfi Jónasson forseti menntavísindasviðs
                Setning þingsins
 
14:10 –  14:40 Loftur Guttormsson prófessor emeritus
Almenningsfræðsla 1880-2007. Hugleiðingar að verki loknu
 
14:40 –  15:00 Auður Styrkársdóttir forstöðukona Kvennasögusafns Íslands
Skóli og heilsa í 100 ár
 
15:00 –  15.20 Kaffihlé
 
15:20  – 15:40 Gestur Guðmundsson prófessor
Hvenær tilheyra framhaldsskólar almenningsfræðslu?
 
15:40  – 16:00 Súsanna Margrét Gestsdóttir stundakennari á menntavísindasviði
Menntun framhaldsskólakennara tekur á sig mynd
 
16:00 –  17:00 Umræður
 
Fundarstjóri: Guðrún Kristinsdóttir prófessor og formaður stjórnar Rannsóknarstofu í bernsku- og æskulýðsfræðum
Ritið Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007 kom út hjá Háskólaútgáfunni í nóvember 2008. Það var samið í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá því að fyrstu lög um fræðslu barna á Íslandi og um Kennaraskóla í Reykjavík tóku gildi. Ritstjóri er Loftur Guttormsson en aðalhöfundar auk hans eru Jón Torfi Jónasson og Helgi Skúli Kjartansson. Sex aðrir höfundar leggja efni til ritsins sem gefur yfirlit yfir þróun skyldufræðslu og almennrar framhaldsmenntunar í landinu. Fyrra bindið heitir Skólahald í bæ og sveit 1880–1945, hið síðara Skóli fyrir alla 1946–2007.