Málþing um sögu Vatnsleysustrandarhrepp og Sveitarfélagið Vogar

Á morgun, laugardaginn 24. apríl fer fram málþing um sögu Vatnsleysustrandarhrepps / Sveitarfélagsins Voga sem Minjafélag Vatnsleysustrandarhrepps stendur fyrir í samstarfi við Sveitarfélagið Voga. Tilefnið er afmæli sveitarfélagsins (sem er 5 ára, 120 ára eða 740 ára, eftir því hvernig er talið).
Málþingið fer fram í Tjarnarsalnum við Stóra-Vogaskóla í Vogum og hefst kl. 10 og stendur fram eftir degi.

Málþing um sögu Vatnsleysustrandarhrepps / Sveitarfélagsins Voga
á vegum Minjafélags Vatnsleysustrandarhrepps í samstarfi við Sveitarfélagið Voga
Dagskrá:
9:30   Húsið opnar.
10.00  Opnun málþings (stjórn Minjafélagsins, bæjarstjóri o.fl.)
10:15  Jóhanna Guðmundsdóttir – Hlutverk hreppa og hreppstjóra fyrr á öldum
10:35  Viktor Guðmundsson: Útilegumenn við Selsvöllu 1703
10:50  Ómar Smári Ármannsson: Sel og seljabúskapur
11:15    Loftur Guttormsson: Skólastofnanir “suður með sjó” 1850-1880 með sérstöku tilliti til Vatnsleysustrandarhrepps.
11:45   Hvernig var að vera barn  
a) um 1935? Guðrún Lovísa Magnúsdóttir (Lúlla) með hjálp Höllu Jónu dóttur sinnar. 
b) um 1960? Særún Jónsdóttir og Þórdís Símonardóttir.
c) um 1985?  Jóhanna Lovísa Jóhannsdóttir og Harpa Rós Drzymkowska.
12:00  Hádegisverður (súpa og brauð) og spjall.
12:30  Gönguferð með leiðsögn um Voga, að skoða fornminjar og sögufræga staði (Stóru-Vogarúst, höfn o.fl.)
13:30  Kvikmynd: Netaróður úr Vogum  ca 1958.  Myndataka.  Þórir Davíðsson.
13.50  Inga í Hvammi: Hvernig var að flytja hingað í Voga úr Borgarfirði um 1955?
14:00  Haukur Aðalsteinsson: Árabátaútgerð í Vatnsleysustrandarhreppi á 19. öld.
14: 40  Guðjón Kristinsson, hleðslumeistari: Sjóbúðir endurgerð þeirra sbr. Ósvör við Bolungavík og hugmynd Guðjóns um að reisa eina slíka hér í sveit.
15:00  Skoðunarferð (á eigin bílum) um Vatnsleysuströnd, stoppað á völdum stöðum, t.d. við grunn elsta skólahússins, Halakot eða Neðri-Brunnastaði og Kálfatjörn (Kirkjan, Skjaldbreið, Norðurkotsskóli og e.t.v. verbúðarústir, hópurinn gæti skipt sér eftir áhuga).
16:00  Málþinginu slitið á bílastæðinu að Kálfatjörn
Fundarstjóri: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í hléum verða sýndar á tjaldi ljósmyndir úr myndasafni Minjafélagsins frá miðbiki 20. aldar sem Sesselja Guðmundsdóttir safnaði og valdi