Málþing um sögu Norðurlands á átjándu og nítjándu öld

Félag um átjándu aldar fræði og Sagnfræðingafélag Akureyrar halda málþing á Akureyri laugardaginn 4. október nk.. Málþingið fer fram í sal Akureyrarakademíunnar, Þórunnarstræti 99. Það hefst kl. 13.00 og lýkur um kl. 17.00.

Dagskrá
Að loknu setningarávarpi Björns Vigfússonar, tilsjónarmanns Sagnfræðingafélags Akureyrar, og ávarpi Þóru Kristjánsdóttur, formanns Félags um átjándu aldar fræði, verða flutt eftirtalin fimm erindi:
Móðuharðindin í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu
Björn Teitsson, sagnfræðingur
Fæðing kaupstaðar
Jón Hjaltason, sagnfræðingur
Um sagnaþætti
Jón Torfason, skjalavörður
Kaffihlé
Átthagaást
í norðlenskum alþýðukveðskap á nítjándu öld
Bragi Guðmundsson, prófessor við Háskólann á Akureyri
Skyggnst í fáein handskrifuð þingeysk blöð
Eiríkur Þormóðsson, handritavörður
Fundarstjóri: Björn Vigfússon
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Ágrip erinda liggja frammi á málþinginu. Þau verða síðar aðgengileg á heimasíðu félagsins: www.akademia.is/18.oldin