Málþing – Samgöngur og landvarnir 1500-1900

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni “Samgöngur og landvarnir 1500-1900” laugardaginn 17. apríl 2010. Málþingið verður haldið í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Það hefst kl. 13.00 og því lýkur um kl. 16.30.
Allir velkomnir

SAMGÖNGUR OG LANDVARNIR
1500-1900
Flutt verða fimm erindi sem hér segir:

Sprengisandsleiðin forna, einkum á átjándu öld

Björn Teitsson, sagnfræðingur
Ferðir um Kjöl á átjándu og nítjándu öld
Eiríkur Þormóðsson, handritavörður
Fornar leiðir frá Skriðuklaustri
Steinunn Kristjánsdóttir, dósent í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn
KAFFIHLÉ
Samgöngur í Húnaþingi á átjándu og nítjándu öld
Jón Torfason, skjalavörður
Sýnilegar og ósýnilegar varnir Íslands á átjándu öld
Halldór Baldursson, læknir
Fundarstjóri: Þóra Kristjánsdóttir, list- og sagnfræðingur.
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Útdrættir úr erindum liggja fyrir á málþinginu.
Þeir verða síðar aðgengilegir á vefsíðu Félags um átjándu aldar fræði, sjá hér.
Í hléi býður félagið málþingsgestum kaffiveitingar fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.