Málþing í minningu Konráðs Gíslasonar

Í júlí voru 200 ár liðin frá fæðingu Konráðs Gíslasonar málfræðings og Fjölnismanns. Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla Íslands efna af því tilefni til málþings laugardaginn 11. október næstkomandi um ævi og störf Konráðs og fræðileg viðfangsefni honum tengd. Málþingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar milli kl. 11:00 og 16:00.

Dagskrá
11.00
Ráðstefnan sett
11.15–11.45
Guðrún Kvaran:
Orðabókarmaðurinn Konráð Gíslason
11.45–12.15
Margrét Jónsdóttir:
Erlend orð um mat og góðgæti og annað því tengt í orðabók Konráðs
hádegishlé
13.00–13.30
Kjartan Ottosson:
Konráð Gíslason — málfræðingur og hreintungufrömuður
13.30–14.00
Gunnlaugur Ingólfsson:
Um stafsetningarhugmyndir Konráðs Gíslasonar
14.00–14.30
Gunnar Karlsson:
Þjóðernishyggja og stafsetningarstefna
 Kaffihlé
15.00–15.30
Jörgen Pind:
Kaupmannahöfn og Hafnarháskóli á tímum Konráðs Gíslasonar
15.30–16.00
Sverrir Tómasson:
Frá upphafi íslenskrar textafræði: útgáfur Konráðs Gíslasonar á íslenskum fornritum
Allir velkomnir