Málþing: 175 ár frá fæðingu Matthíasar Jochumsonar

Laugardaginn 31. júlí nk. verður málþing haldið að Nýp á Skarðsströnd í tilefni þess að 175 ár eru frá fæðingu þjóðskáldsins sr. Matthíasar Jochumssonar.
Stendur málþingið yfir milli klukkan 15:00-17:00

Á árinu 2010 eru 175 ár frá fæðingu Matthíasar Jochumsonar, en hann fæddist þann 11. nóvember árið 1835 að Skógum í Þorskafirði. Að þessu tilefni verður málþing að Nýp á Skarðsströnd og hefur Kristjáni Árnasyni þýðanda/bókmenntafræðingi og Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur rithöfundi verið boðið að fjalla um skáldið og verk hans.
Kristján mun flytja erindi um þýðingar og skáldskap Matthíasar og Þórunn mun fjalla um bernsku skáldsins að Skógum. Umræður að loknum erindum.
Málþingið er haldið á vegum Nýpurhyrnu; viðburðarflétta á sviði lista og fræða. Heimasíða Nýpurhyrnu er www.nyp.is