Leikminjasafn Íslands

Framlag Ríkisútvarpsins
til íslenskrar leiklistar í 80 ár
Málþing á vegum Leikminjasafns Íslands verður haldið laugardaginn 13. nóvember n.k. kl 11:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.
Allir eru velkomnir.

Dagskrá:
Gunnar Stefánsson: Upphaf útvarpsleikhúss á Íslandi.
Jón Viðar Jónsson: Hvernig varð Þorsteinn Ö. mesti leikari þjóðarinnar?
Hallmar Sigurðsson: Talnaleikur – skráning leikins efnis í Ríkissjónvarpinu
Nanna Guðmundsdóttir: Spaugstofan í fortíð og nútíð.
Að loknu fundarhléi flytja þau Páll Baldvin Baldvinsson og Þorgerður E. Sigurðardóttir
stutt erindi um stöðu leiklistar í dagskrá Ríkisútvarps nú.
Þinginu lýkur með pallborðsumræðum undir stjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur.
Í þeim taka þátt auk Páls Baldvins og Þorgerðar Páll Magnússon útvarpsstjóri
og Viðar Eggertsson verkefnisstjóri leiklistar hjá RÚV.