Kristinn Schram: Að endurheimta augnablikið: Þjóðfræði, kvikmyndatækni og íronía

Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands. Þriðjudaginn 6. maí 2008, klukkan 12.05.
Er kvikmyndun sjálfsagt tæki í vettvangsrannsóknum? Verður menning varðveitt í hreyfimynd og hljóði og síðan endurupplifuð? Hvers eðlis eru þjóðfræðilegar kvikmyndir? Hafa kvikmyndir eðli? Í fyrirlestrinum verður fjallað um kosti og galla kvikmyndatækni við þjóðfræðilegar rannsóknir og tekin dæmi af rannsóknum Kristins frá bæði Íslandi og Skotlandi. Með hliðsjón af vettvangs- og varðveisluaðferðum fyrr og nú skoðar hann fyrirbæri eins og sjálfsmynd, ‘performans’, menningarf og íróníu og hvernig megi nálgast þau á tímum stafrænnar tækni og usla í þjóðernisumræðu.
Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Kristinn Schram er forstöðumaður Þjóðfræðistofu, stundakennari við H.Í og doktorsnemi við Edinborgarháskóla.
Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins fara fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og standa frá klukkan 12.05 til klukkan 12.55.
Sjá einnig www.sagnfraedingafelag.net