Kirkjan nemur land. Fyrirlestur um kirkjumál í Reykjavík á 18. öld

Þriðjudaginn 10. mars kl. 17 flytur Hjalti Hugason guðfræðiprófessor fyrirlestur á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 um kirkjumál í Reykjavík á 18. öld. Í fyrirlestrinum verður bent á að eitt af því því sem greindi verðandi bæ og síðar borg frá öðru þéttbýli er tilkoma sérhæfðra stofnana og bygginga sem setja svip sinn á umhverfið. Gerð verður grein fyrir breytingum á stjórnkerfi kirkjunnar á síðustu áratugum 18. aldar og flutningi yfirstjórnar hennar til Reykjavíkur. Einnig verður vikið að þeim vandamálum sem við var að glíma við byggingu „tónlistarhúss“ 18. aldarinnar við núverandi Austurvöll.

Þriðjudaginn 10. mars kl. 17 flytur Hjalti Hugason guðfræðiprófessor fyrirlestur á Landnámssýningunni í Aðalstræti  16 um kirkjumál í Reykjavík á 18. öld.
Í fyrirlestrinum verður bent á að eitt af því því sem greindi verðandi  bæ og síðar borg frá öðru þéttbýli er tilkoma sérhæfðra stofnana og  bygginga sem setja svip sinn á umhverfið. Gerð verður grein fyrir breytingum á stjórnkerfi kirkjunnar á síðustu áratugum 18. aldar og flutningi yfirstjórnar hennar til Reykjavíkur. Einnig verður vikið að þeim vandamálum sem við var að glíma við byggingu „tónlistarhúss“ 18.aldarinnar við núverandi Austurvöll.