Keltnesk trúarhugsun á vesturvegi

Þriðjudaginn 19. október flytur sr. Gunnþór Ingason fyrirlestur í
Snorrastofu, sem hann nefnir, „Keltnesk trúarhugsun á vesturvegi“. Þetta er
annar fyrirlestur vetrarins í röð fyrirlestra í héraði á vegum Snorrastofu

Í fyrirlestrinum fjallar sr. Gunnþór um grunnforsendur, þankagang og mótun
keltneskrar kristni og rekur útbreiðslu hennar og minjar hér á landi og
víðar um hinn vestræna heim. Á Íslandi finnast óræk vitni um veru keltneskra
manna við upphaf kristni og í fyrirlestrinum verður meðal annars fjallað um
sambýli þeirra við íslenska þjóð á mótunarárum hennar.
Sr. Gunnþór Ingason er Austfirðingur, fæddur 1948 á Norðfirði og ólst upp á
Seyðisfirði. Hann vígðist fyrst til Suðureyrar árið 1976 en þjónaði lengst í
Hafnarfirði eða í 32 ár. Hann er nú sérþjónustuprestur á sviði helgihalds og
þjóðmenningar.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 og í hléi er boðið upp á kaffiveitingar.
Aðgangseyrir er kr. 500.