Jörundarþing

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í tilefni þess að á árinu eru liðnar tvær aldir frá valdaskeiði Jörundar hundadagakonungs (Jørgens Jørgensens) á Íslandi í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, á 2. hæð, laugardaginn 21. febrúar 2009.
Málþingið hefst kl. 13.30 og um kl. 16.30.

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
Réttarstaða Íslands 1809
Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði við Háskólann á Bifröst
Jörundur í Íslandssögunni
Bragi Þorgrímur Ólafsson, sagnfræðingur á handritadeild
Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
Kaffihlé
Jörundur í skáldskap
Sveinn Einarsson, leiksögu- og bókmenntafræðingur
“Stjórnleysis- og kúgunarástand”. Endurmat á byltingunni 1809
Anna Agnarsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
Fundarstjóri: Gunnar Örn Hannesson, sagnfræðingur.
Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Veitingar verða á boðstólum í hléi fyrir framan fyrirlestrasalinn á 2. hæð.
Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsin.
Félag um átjándu aldar fræði,  veffang:
www.akademia.is/18.oldin
Vefnir. Tímarit Félags um átjándu aldar fræði: http://bok.hi.is/vefnir