„Innan stokks og utan á biskupsstólnum á Hólum“ Fyrirlestur um fornleifauppgröft og rannsóknir að Hólum í Hjaltadal, fimmtudaginn 22. nóvember

Hólar í Hjaltadal „Innan stokks og utan á biskupsstólnum á Hólum“
Fyrirlestur um fornleifauppgröft og rannsóknir að Hólum í Hjaltadal á vegum Minja og sögu í Þjóðminjasafni Íslands fimmtudaginn 22. nóvember n.k. kl. 17.00. Fyrirlesari verður Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur. Ragnheiður fjallar um fornleifauppgröft og rannsóknir á Hólum í Hjaltadal og sýnir myndir frá uppgreftrinum.

Fyrirlestur um fornleifauppgröft og rannsóknir að Hólum í Hjaltadal á vegum Minja og
sögu
í Þjóðminjasafni Íslands verður haldinn fimmtudaginn 22. nóvember n.k. kl. 17.00.
Fyrirlesari verður Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur.
 Ragnheiður fjallar um fornleifauppgröft og rannsóknir á Hólum í Hjaltadal
og sýnir myndir frá uppgreftrinum.
Að rannsókninni koma innlendir og erlendir sérfræðingar úr flestum greinum
menningarsögulegra rannsókna. Markmið Hólarannsóknarinnar er m.a. að fá
heildarmynd af þróun staðarins og umhverfis hans og enn fremur að afla
nýrra gagna um sögu Íslands og samskipti Íslendinga til forna við
umheiminn. Hólar í Hjaltadal voru höfuðstaður Norðurlands um aldir, biskupsstóll og
fræðasetur. Staðurinn geymir í jörðu miklar upplýsingar um sögu kirkju og
þjóðar.
Ragnheiður Traustadóttir er stjórnandi Hólarannsóknarinnar.
Ragnheiður starfaði við Þjóðminjasafn Íslands frá árinu 1994 til 2006,
Árbæjarsafn og Byggðasafn Skagfirðinga. Hún lauk fil.kand. prófi frá
Stokkhólmsháskóla og er í meistaranámi við Uppsala Háskóla.
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og að taka með sér gesti.