Icelandscape: Íslendingar til forna og evrópski landslagssáttmálinn

Árlegur Haustfundur Félags landfræðinga verður haldinn í Silfursal Hótels Borgar kl. 20–22, fimmtudaginn 9. október. Í ár verður fjallað um landslag og mun Kenneth Olwig, prófessor við sænska Landbúnaðarháskólann, flytja erindi.
Ágrip: Á fornri norrænni tungu, og germönskum málum almennt, vísar orðhlutinn land í hugtakinu landslag til svæðis sem lýtur eigin stjórn. Eftir Endurreisnartímabilið, og með uppgangi miðstýrðra ríkja, breyttist merking orðsins land. Það þýddi þá afmarkaðar hluti af yfirborði jarðar, með landslagi sem hægt var að taka yfir eða leggja undir sig. Með evrópska landslagssáttmálanum er merking orðsins land í hugtakinu landslag að færast nær upprunalegri merkingu í fornum norrænum málum. Þetta gæti skipt sköpum í viðhorfi fólks til landslags og við skipulagningu þess. Jafnvel þó að Íslendingar hafi ekki skrifað undir sáttmálann er vel þess virði að rýna hann ítarlega, þar sem hugmyndir sem þar koma fram eiga við í íslensku samhengi, bæði á og í landinu.
Fundurinn er öllum opinn. Kaffi í boði félagsins, ókeypis fyrir félagsmenn, en 2.000 kr. fyrir aðra.

Kenneth Olwig er prófessor í landslagsskipulagi við landslagsarkitektadeild sænska Landbúnaðarháskólans (SLU) í janúar 2002. Sérsvið hans eru kenningar um landslag og sögu landslagshugtaksins. Erindi sitt á haustfundinum kallar hann:
Meira má finna um Kenneth Olwig og störf hans á síðunni:  www.ltj.slu.se/lar/olwig_kenneth_eng.ht