Hvar er að finna fornleifar í Kvosinni? Væntanlegar rannsóknir, 5. febrúar

Þriðjudaginn 5. febrúar kl. 17 flytur Anna Lísa Guðmundsdóttir deildarstjóri fornleifadeildar Minjasafns Reykjavíkur fyrirlestur á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16. Fyrirlesturinn nefnist Hvar er að finna fornleifar í Kvosinni? Væntanlegar rannsóknir.
Fjallað verður um hvar enn gætu leynst fornleifar í jörðu, allt frá landnámsminjum til tuttugustu aldar minja.

Vegna mikilla framkvæmda eru fá  svæði eftir í miðbæ Reykjavíkur þar sem enn er fornleifa að vænta. Á næstu
árum þarf þó fyrirsjáanlega að rannsaka lóðirnar á horni Tjarnargötu og  Vonarstrætis og Tjarnargötu og Kirkjustrætis vegna fyrirhugaðra bygginga þar.
Einnig verður vikið að því hvað heimildir segja okkur um Reykjavík á síðmiðöldum og fjallað um yngri minjar á svæðinu, en samkvæmt þjóðminjalögum teljast minjar 100 ára og eldri til fornleifa.