Hefur maðurinn eðli? Málþings í tilefni tveggja aldar fæðingarafmælis Charles R. Darwin

Þann 12 febrúar næstkomandi eru 200 ár liðin frá fæðingardegi Charles
Darwin og í ár eru einnig 150 ár frá útgáfu tímamótarits hans „Uppruni
tegundanna”. Þessum tímamótum verður fagnað á margvíslegan hátt á árinu og
fyrst með málþingi á afmælisdegi Darwins 12. febrúar.
Þingið verður öllum opið og haldið í Öskju, Háskóla Íslands, stofu 132.
Það hefst kl. 16:30 og lýkur 18:30.
Á málþinginu flytur Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur erindið “Darwin, Marx og
spurningin um mannlegt eðli”.

Dagskrá málþingsins:
Ari K. Jónsson (Ph.D) forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
“Hefur maðurinn einkaleyfi á greind?”
Eyja Margrét Brynjarsdóttir (Ph.D) lektor í heimspeki við Háskóla Íslands
“Að hálfu leyti api enn”
Jón Thoroddsen – Heimspekingur og grunnskólakennari “Er sköpunargáfan
hluti af eðli mannsins?”
Steindór J. Erlingsson (Ph.D) vísindasagnfræðingur “Darwin, Marx og
spurningin um mannlegt eðli”
Skúli Skúlason (Ph.D) Prófessor og rektor Háskólans á Hólum “Maðurinn sem
náttúruvera”
Nánar um daga Darwins 2009, á darwin.hi.is.