Hádegisfyrirlestur: Þetta er allt sama tóbakið!

Þriðjudaginn 4. október mun Sveinn Magnússon læknir fjalla um reykingar og skaðsemi þeirra í hádegiserindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í tengslum við nýopnaða sýningu safnsins Þetta er allt sama tóbakið! Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands.“
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Þriðjudaginn 4. október mun Sveinn Magnússon læknir fjalla um reykingar og skaðsemi þeirra í hádegiserindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í tengslum við nýopnaða sýningu safnsins Þetta er allt sama tóbakið! Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröðinni „Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafns Íslands.“
Fyrirlesturinn hefst kl. 12:05. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
 

 
 
baráttunni gegn reykingum og annarri tóbaksnotkun hefur sú framtíðarsýn oft verið sett fram að muni tengda þessum ósið yrði eingöngu að finna á söfnum. Þó sá árangur hafi ekki enn náðst erum við komin nokkuð á leið. Hrákadallar eru óþekktir og öskubakka, sem eitt sinn voru stofustáss, er nú helst að finna útivið. Vindlar, tóbaksdósir eða sígarettuhylki þykja ekki lengur viðeigandi tækifærisgjafir.
Á sýningunni Þetta er allt sama tóbakið! er úrval gripa úr Þjóðminjasafni Íslands sem tengjast tóbaksnotkun. Þeir elstu eru frá 17. öld. Einnig er litið til baráttunnar gegn tóbaksnotkun, en á síðustu áratugum hefur náðst góður árangur ekki hvað síst með því að fræða börn og unglinga um hætturnar sem fylgja tóbaksnotkun.