Ginklofinn í Vestmannaeyjum – Ný persóna leidd á svið Íslandssögunnar

Ginklofinn, ungbarnasjúkdómur sem var sérstaklega skæður í Vestmannaeyjum allt fram á 19. öld, hefur varla talist tilheyra almennri söguþekkingu, heldur fallið undir “sérþekkingu” á heilbrigðissögu eða sögu tímabilsins um 1850. Nú er komin í almenna notkun kennslubók í sögu fyrir 7. bekk (Þorsteinn Helgason, Ein grjóthrúga í hafinu, Námsgagnastofnun 2004/2006) þar sem þetta fyrirbæri er rætt allrækilega.
Þar með er tilefni gefið til að það verði hluti af almennri söguþekkingu landsmanna. Auk þess sem um það er fjallað í heimildamyndinni Ginklofinn eftir Pál Steingrímsson og Magnús Magnússon (Kvik 2007).
Hvað er það þá um ginklofann sem áhugavert er fyrir fullorðna að vita? Sérstaklega fyrir sagnfræðinga, sögukennara og aðra kennara, en líka allan almenning (m.a. foreldra grunnskólabarnanna sem læra hina nýju kennslubók). Og hvernig er fróðlegt fyrir börnin að tengja þekkingu sína á ginklofanum við frekara sögunám á unglingsaldri? Í erindi sínu mun Helgi Skúli Kjartansson segja frá ginklofanum í ljósi þessara spurninga.
Fyrirlesturinn fer fram í Bratta sal Kennaraháskólans v/Stakkahlíð miðvikudaginn 23. apríl milli kl. 16-17
og verður einnig sendur út á http://sjonvarp.khi.is

Ginklofinn, ungbarnasjúkdómur sem var sérstaklega skæður í Vestmannaeyjum allt fram á 19. öld, hefur varla talist tilheyra almennri söguþekkingu, heldur fallið undir “sérþekkingu” á heilbrigðissögu eða sögu tímabilsins um 1850. Nú er komin í almenna notkun kennslubók í sögu fyrir 7. bekk (Þorsteinn Helgason, Ein grjóthrúga í hafinu,
Námsgagnastofnun 2004/2006) þar sem þetta fyrirbæri er rætt allrækilega.
Þar með er tilefni gefið til að það verði hluti af almennri söguþekkingu landsmanna. Auk þess sem um það er fjallað í heimildamyndinni Ginklofinn eftir Pál Steingrímsson og Magnús Magnússon (Kvik 2007).
Hvað er það þá um ginklofann sem áhugavert er fyrir fullorðna að vita? Sérstaklega fyrir sagnfræðinga, sögukennara og aðra kennara, en líka allan almenning (m.a. foreldra grunnskólabarnanna sem læra hina nýju kennslubók). Og hvernig er fróðlegt fyrir börnin að tengja þekkingu sína á ginklofanum við frekara sögunám á unglingsaldri? Í erindi sínu mun Helgi Skúli Kjartansson segja frá ginklofanum í ljósi þessara spurninga.
 
Fyrirlesturinn fer fram í Bratta sal Kennaraháskólans v/Stakkahlíð miðvikudaginn 23. apríl milli kl. 16-17
og verður einnig sendur út á http://sjonvarp.khi