Fundur um framtíð Sögufélags

Félagsfundur í Sögufélaginu verður haldinn fimmtudaginn 3. júní kl. 20 í húsakynnum félagsins, Fischersundi 3.
Rædd verður bág fjárhagsstaða félagsins og mun stjórnin kynna hugmyndir sínar um breytingar á rekstri þess. Markmið breytinganna er að standa vörð um útgáfustarfsemina nú þegar hvers konar menningarstarfsemi í landinu á undir högg að sækja.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um stöðu félagsins.

Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 3. júní kl. 20 í húsakynnum Sögufélags, Fischersundi 3.
Rædd verður bág fjárhagsstaða félagsins og mun stjórnin kynna hugmyndir sínar um breytingar á rekstri þess. Markmið breytinganna er að standa vörð um útgáfustarfsemina nú þegar hvers konar menningarstarfsemi í landinu á undir högg að sækja.
Stjórn félagsins vill leggja kapp á að tryggja að Saga geti áfram komið út ásamt öðrum þeim ritum sem félagið hefur í bígerð. Vorhefti Sögu er nýkomið út og Ferðadagbækur Magnúsar Stephensen 1807-1808 fara í prentun strax eftir helgi. Annað smárit er í undirbúningi sem vonast er til að komi út á þessu ári. Þá er stefnt að talsverði útgáfu á næsta ári.
Stjórnin hvetur áhugasama félagsmenn að mæta og taka þátt í umræðum um stöðu félagsins í núverandi kreppu.
Stjórnin