Fundur íslenska vitafélagsins

Fundur íslenska vitafélagsins. Íslenska Vitafélagið – félag um íslenska
strandmenningu og Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavík halda fund laugardaginn
6. nóvember sem tileinkaður er varðskipinu Óðni og skipsverjum þess.
Hefst kl.11 í Betri Stofu Sjóminjasafnsins Grandagarði 8, 101 Rvk. og
stendur til 13:30.
Allir eru velkomnir.

Dagskrá:
1. Guðmundur Hallvarðsson, fyrrv. alþingismaður og formaður
Hollvinasamtaka Óðins flytur ávarp.
2. Lesið upp úr væntanlegri bók um skipið. Bókin kemur út í byrjun
desember. Ritstjóri: Helgi Máni Sigurðsson.
3. Frumsýnd nýgerð kvikmynd Björgun og barátta – vs Óðinn í 50 ár (25 mín.
að lengd) sem er óður til skipsins og skipsverja þess.
4. kaffi / matarhlé. Veitingar í Bryggjunni – safnkaffinu.
5. Fundargestum boðið að ganga um vs.Óðinn í fylgd fyrrum skipsverja.
Varðskipsins Óðins minnast Íslendingar með hlýju þegar þeir hugsa til
allra þeirra afreka sem unnin voru á skipinu. Óðinn reyndist sérlega vel
sem björgunarskip, dró alls tæplega 200 skip til lands eða í landvar vegna
bilana, veiðarfæra í skrúfu eða eldsvoða um borð. Áhöfn hans bjargaði
áhöfnum strandaða og sökkvandi skipa. Varðskipið Óðinn tók þátt í öllum
þremur þorskastríðunum á 20. öldinni. Nú hvílir höfðinginn við safnbryggju
Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík og er opinn safngestum sem hluti
af safninu.