From the Little Ice Age to Global Warming. Is Archaeology Relevant? 24. nóvember

Félag íslenskra fornleifafræðinga kynnir opinn fyrirlestur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands laugardaginn 24. nóvember næstkomandi klukkan 15.

Félag íslenskra fornleifafræðinga kynnir opinn fyrirlestur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands laugardaginn 24. nóvember næstkomandi klukkan 15.
Christian Keller, prófessor við Háskólann í Ósló, nefnir fyrirlestur sinn: „From the Little Ice Age to Global Warming. Is Archaeology Relevant?“ Bakgrunnur Christians innan fornleifafræðinnar eru neðansjávarrannsóknir.
Hann hefur starfað víða um heim, auk Noregs í Sviss, Tyrklandi, Kýpur og á Tælandi. Á síðustu áratugum hefur áhugi hans einkum beinst að Norður-Atlantshafi á víkingatíma og á miðöldum. Rannsóknarvettvangur Christians er Noregur, Ísland, Grænland og Nýfundnaland og áhugasviðið hefur einkum verið landnám norrænna manna og menningarlandslag með sérstakri áherslu á landbúnaðarminjar. Christian situr í stjórn NABO. Christian hefur starfað um árabil á Íslandi, meðal annars í Suður-Þingeyjarsýslu. Á síðari árum hefur hann tekið þátt í að skipuleggja vettvangsskóla fyrir fornleifafræðinemendur, bæði á Hólum í samvinnu við Hólarannsóknina og í Vatnsfirði í samvinnu við Fornleifastofnun Íslands.
Nánari upplýsingar gefur Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur s. 699-8256