Fornleifar í miðbæ Reykjavíkur – Fyrirlestraröð á Landnámssýningunni Aðalstræti 16, vormisseri 2008

Minjasafn Reykjavíkur gengst á næstunni fyrir fyrirlestraröð um fornleifar í miðbæ Reykjavíkur. Sérfræðingar í ýmsum fræðigreinun fjalla um Reykjavík við landnám út frá ólíkum sjónarhornum. Fyrirlestrarnir verða haldnir á Landnámssýningunni Reykjavík 871±2 í Aðalstræti 16 þar sem nýlega fannst rúst af skála frá 10. öld. Skálinn hefur verið forvarinn og er til sýnis á sínum upphaflega stað og gestir geta fræðst um fortíðina með aðstoð nýjustu margmiðlunartækni.
Mjöll Snæsdóttir fornleifafræðingur ríður á vaðið og heldur fyrsta fyrirlesturinn þriðjadaginn 22. janúar kl.17.00 og nefnist hann: Hvernig var lífið í Aðalstræti á landnámsöld?

Aðrir fyrirlestrar verða sem hér segir:
Þriðjudaginn 5. febrúar:         Hvar er að finna fornleifar í Kvosinni? Væntanlegar rannsóknir.
                                                    Anna Lísa Guðmundsdóttir deildarstjóri fornleifadeildar  Minjasafns Reykjavíkur.
Þriðjudaginn 19. febrúar:      Landkostir við upphaf byggðar.
                                                   Árni Einarsson líffræðingur. 
Þriðjudaginn 4. mars:             Aldursgreining fornleifa útfrá gjóskulögum og eldgosum.
                                                    Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur.
Þriðjudaginn 18. mars:          Kitlandi frásögn um fortíðina. Landnámsýningin Reykjavík 871±2.
                                                   Hjörleifur Stefánsson arkitekt, verkefnisstjóri sýningarinnar
Þriðjudaginn 1. apríl:             Hvað vitum við helst um Reykvíkinga á 9. og 10. öld? Ritaðar heimildir og niðurstöður fornleifarannsókna.
                                                   Helgi Þorláksson sagnfræðingur.
Þriðjudagur 15. apríl:             Hvernig er hægt að varðveita torfrúst frá 10. öld?
                                                   Per Thorling Hadsund forvörður, Nordjyllands Historiske Museum.
Allir fyrirlestrarnir hefjast kl.17.00