Flutningur latínuskólanna til Reykjavíkur og Hólavallarskóli 1786-1804

Þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17 flytur Guðlaugur Rúnar Guðmundsson sagnfræðingur fyrirlestur á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16.
Fyrirlesturinn nefnist. Flutningur latínuskólanna til Reykjavíkur og
Hólavallarskóli 1786-1804.

Leitað verður svara við nokkrum spurningum varðandi skólana þrjá:
Hvers vegna var tekin ákvörðun um að flytja Skálholtsskóla og Hólaskóla
til Reykjavíkur? Hvernig voru aðstæður í Skálholtsskóla og í Hólaskóla?
Hvaða breytingar urðu á námsefni, skólastarfi og venjum piltanna í  Hólavallarskóla?
Hvers vegna tókst ekki að halda Hólavallarskóla nema í 18 ár í  Reykjavík?
Allir velkomnir.