Fátækt og ríkidæmi Íslendinga í ljósi þjóðarauðs, Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar H.Í., flytur erindi í málstofu í hagsögu 5. mars kl. 16:00

Erindi Gunnars er flutt í málstofu í hagsögu á vegum kennara í sagnfræði og hagfræði. Málstofan er í stofu 101 í Árnagarði, og hefst kl. 16.00.
Allir velkomnir!

Um efni erindisins segir Gunnar: Ósjaldan er því haldið fram að Íslendingar séu rík þjóð. Er þá yfirleitt vísað til þess að landsframleiðsla á mann sé hærri en hjá flestum öðrum. Gallinn er sá að fyrrnefndur mælikvarði, verg landsframleiðsla á mann, segir ekki nema hluta sögunnar þegar verið er að meta ríkidæmi þjóða. Mælikvarðinn segir lítið um mikilvæg atriði eins og það hvernig við framleiðum eða hver framleiðslan var í fortíðinni eða verður í framtíðinni. Í erindinu er fjallað um þessa þætti og hvaða áhrif þeir hafa á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.