End of Iceland's Innocence

Daniel Chartier höfundur bókarinnar, The End of Icelands Innoence, sem fjallar um
ímynd Íslands í erlendum fjólmiðlum verður á landinu um næstu helgi.
Hann heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands, Árnargarði stofu 201 kl.
12-13.10 þriðjudaginn 9. nóvember.
Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Daníel Chartier er prófessor við Háskólann í Quebec og hefur gert viðamikla könnun
á ímynd Íslands einsog hún þróaðist frá uppsveiflu yfir í hrun.
Niðurstaðan er dramatísk, Ísland fellur úr háum söðli.
Landið sem var saklaust, stórkostlegt, töff og kúl verður allt í einu að heimili
þjófa, svindlara og gjaldþrota ríki.  Ísland séð utanfrá. Erfiður lestur fyrir
Íslendinga.
Áritun og útgáfuhóf verður í Bókabúð Máls og Menningar frá 14.00-15.00 sunnudaginn
7. nóvember. Bókin verður á sérstöku tilboðsverði á meðan á áritun stendur.