Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur fjallar um komu orgelharmonia í kirkjur Árnesprófastsdæmis og áhrif þeirra á tónlistarlíf

Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur fjallar um komu orgelharmonia í kirkjur Árnesprófastsdæmis og áhrif þeirra á tónlistarlíf (30.10.2007)
Annar fyrirlestur Sögufélags Árnesinga í vetur verður haldinn í Húsinu á Eyrarbakka þann 7. nóvember n.k. í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga. Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur fjallar um komu orgelharmonia í kirkjur Árnesprófastsdæmis og áhrif þeirra á tónlistarlíf.

Annar fyrirlestur Sögufélags Árnesinga í vetur verður haldinn í Húsinu á Eyrarbakka þann 7. nóvember n.k. í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga. Bjarki Sveinbjörnsson tónlistarfræðingur fjallar um komu orgelharmonia í kirkjur Árnesprófastsdæmis og áhrif þeirra á tónlistarlíf.
Forsöngvarastaðan hafði víða verið virðingarembætti og segja sögur að því hafi jafnvel fylgt hlunnindi, væri forsöngvari góður. En þegar orgelharmonium fóru að koma í kirkjur á síðsta fjórðungi nítjándu aldar lagðist staða forsöngvarans að mestu niður. Og ekki aðeins það, heldur lagðist af mikið af þeirri tónlist sem þeir höfðu leitt í kirkjum mann fram af manni. Bjarki mun fjalla stuttlega um sögu harmonia og segja frá skráningu forsöngvara, orgela, organista og kóra í íslenskum kirkjum eins langt aftur og heimildir leyfa.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30 þann 7. nóvember í Húsinu á Eyrarbakka sem fyrr segir. Aðgangseyrir er 500 kr. og veitingar eru innifaldar. Allir velkomnir