Áhrif rómversks réttar og kristinna hugmynda á Grágás

Málstofa Lagastofnunnar Háskóla Íslands, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 12:00-13:00 í Lögbergi, stofu 101.

Rannsóknir Þjóðverja á íslenskri réttarsögu. Sigurður Líndal prófessor emeritus, hefur kennt réttarsögu við Lagadeild HÍ um árabil og er einn fremsti fræðimaður landsins á þessu sviði.
Hafliði Másson og áhrif rómversks réttar og kristinna hugmynda á Grágás. Hans Henning Hoff hdl. Rechtsanwalt, lauk doktorsprófi (Dr. jur.) við Ludwig-Maximillians Universitat Munchen í lok október s.l. og kynnir hér helstu niðurstöður ritgerðar sinnar. Í henni er sýnt fram á það að í Grágás gætir víða áhrifa rómversks rétta og kristinna hugmynda og að Hafliði Másson átti drýgstan þátt í skráningu þjóðveldislaga veturinn 1117/1118. Svo er einnig vikið að því hversu áhrifamikill Hafliði var í íslensku samfélagi eftir aldamótin 1100.
Fundarstjóri: Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við Lagadeild Háskóla Íslands.
Fyrirspurnir og umræður í lok fundar. Allir velkomnir.